Leiðbeiningar fyrir

sparkspeki.is

 • Hvað er sparkspekiOpna eða loka

  Eins og fótbolta aðdáðendur vita fullvel þá hefur í gegnum tíðina fylgt því ógurlegur hausverkur að halda utan um tipp leik vinahópsins eða vinnufélagana í ljótu excel skjali.
  En örvæntið eigi því Sparkspeki.is er vettvangur fyrir fótboltaóða menn og konur að koma saman og tippa á leiki í stórmótum í fótbolta.
  Fullkomið kerfi sér um alla útreikninga og það eina sem þarf að gera er að gefa hópnum þínum nafn og setja inn stigakerfi.

  Það er fáránlega létt að taka þátt, þú nýskráir þig á síðuna (Mæli með því að skrá þig með Facebook, en líka er hægt að nota hefðbundna skráningu), giskar á leikina og stofnar svo deild.
  Þeir sem vilja keppa við þig, félagar/vinnufélagar, skrá sig líka, giska á leikina og fá hjá þér boðslykil í deildina.
  Strax eftir fyrsta leik er staðan reiknuð miðað við ykkar gisk og hún verður sjáanleg á "staðan" síðunni.
  Þar sérðu líka hvar þú stendur miðað við alla aðra notendur síðunnar í opnum deildum fyrir keppni.
  Dæmi um stöðu í einkadeild.

  Söguágrip

  2010

  Hugmyndin kviknaði fyrir HM 2010 í suður afríku, en þá var sett upp gróf síða að nafni hmleikur.com. Þetta var eingöngu fyrir nokkra félaga þar sem hægt var að giska á úrslit og staða reiknuð eftir hvern leik.
  Þetta skapaði mikla stemmingu í félaghópnum og úrslit réðust ekki fyrren eftir síðasta leik við mikinn fögnuð.
  Því miður eru engar heimildir til af þeirri góðu síðu, eitthvað sem sagnfræðingar framtíðarinnar munu harma mjög.


  2012

  Fyrir EM 2012 í Póllandi og Úkraínu var hugmyndin tekin á annað level og splæst var í stórgóða lénið stjornugiskarinn.is.
  Síðan fékk umfjöllun á fótbolti.net http://fotbolti.net/fullStory.php?id=126870 og yfir 200 skráningar bárust. Kerfið var 100% frítt enda enn á tilraunastigi fyrir svo stóran notandahóp.
  Þarna var hægt að stofna einkadeildir og taka þátt í deild fyrir alla notendur sem gaf veglega vinninga frá Mahou á íslandi.
  Notandi með nafnið diddiVidars sigraði og var krýndur stjörnugiskari Íslands árið 2012.
  Enn og aftur lifir lítið af þeirri síðu í dag nema logoið góða, en þó gæti hún leynst einhverstaðar á server útí bæ. Það verður hlutverk fornleifafræðinga framtíðarinnar að leita hana uppi.


  2014

  Fyrir HM 2014 í Brasilíu var komið að enn einni uppfærslunni. Ætlunin var að nota stjornugiskarinn.is lénið áfram, en þegar fyrir tilviljun kom í ljós að lénið sparkspeki.is var á lausu var ákveðið að skipta út.
  Síðan var endurhönnuð frá grunni með glænýjum og fullkomnum gagnagrunni. Margra mánaða vinna fór í þessa uppsetningu og hefði þurft nokkra mánuði í viðbót áður en síðan þurfti að fara í lofið.
  Þetta small þó saman og var keypt auglýsing á fotbolti.net til að örva skráningar, einnig kom umfjöllum frá þeim í formi fréttar http://fotbolti.net/fullStory.php?id=168275.
  Núna var í fyrsta skipti hægt að giska á markaskorara og markamínútu leikja og fá aukastig fyrir það, þetta kom í óþökk casual notenda sem þekkja ekki mikið til leikmanna og vildu bara giska á stöðuna. Það er hinsvegar ekkert pláss fyrir meðalmennsku á sparkspeki.
  Þáttaka fór frammúr vonum og voru um 400 manns sem skráðu sig. Núna kostaði vægt gjald að skrá sig í einkadeild en það var til að mæta kostnaði við uppsetningu og vinnu sem í þetta fór. Það fyrirkomulag hentaði þó ekki vel.
  Frítt var að giska á leikina og taka þátt í deild fyrir alla notendur, Vildarkerfi ehf skrifaði undir samning við sparkspeki um að veita 20þ vildarpunkta Icelandair fyrir sigurvegarann í þeirri deild.
  Notandi með nafnið thoribe sigraði örugglega var krýndur sparkspekingur Íslands 2014-2015


  2016

  Síðan í dag er byggir á sama góða grunni og fyrir tveim árum. Hún er þó stöðugri og betur útlítandi en áður þar sem tími hefur gefist til að laga það sem uppá vantaði fyrir 2 árum.
  Nokkrar lykilbreytingar hafa litið dagsins ljós.

  Custom stigakerfi fyrir einkadeildir. Deildir eru ekki lengur bundnar við fyrirfram ákveðið stigakerfi síðunnar. Stjórnandi deildar getur í samráði við þáttakendur breytt því hvaða liður í giski fær hvað mörg stig.
  Þarna er komið til móts við casual fólkið. Til að fá bara stig fyrir stöðu leiksins er hægt að setja 0 fyrir stig markaskorara og markamínútu.

  Meiri mobile stuðningur. Síðan er læsilegri og meðfærilegri í mobile tækjum, sem er lykilatriði á tækniöld.

  Gæðastimpill sparkspeki. Hvert gisk er merkt gæðastimpli síðunnar og sömuleiðis notendur eftir að þeir hafa giskað á 10 eða fleiri leiki. Þetta hefur þó lítið annað en fagurfræðilegt gildi.

  Eitt verð fyrir einkadeildir. Ekki þarf að borga fyrir stakar skráningar í einkadeild. Einkadeild kostar einungis 2900ISK og er borguð af stofnanda deildar, ótakmarkaður fjöldi notanda getur gengið í deildina.
  Þetta mætir vonandi kostnaði við uppsetningu og viðhald.

  Nánari leiðbeiningar er að finna neðar á þessari síðu.
  Við vonum að reynsla ykkar af síðunni verði sem ánægjulegust og þökkum fyrirfram fyrir ykkar þáttuku.

 • Staðan í deildum og stigagjöfOpna eða loka
  Skammstafanir í stöðutöflu deildar

  MH = Heildarstig fyrir rétta markatölu heimaliðs.
  MÚ = Heildarstig fyrir rétta markatölu útiliðs.
  MM = Heildarstig fyrir réttan markamun.
  RÚ = Heildarstig fyrir rétt úrslit.
  FÚ = Heildarstig fyrir fullkomin úrslit.
  MS = Heildarstig fyrir rétta markaskorara.
  M = Heildarstig fyrir rétta markamínútu.

  Skammstafanir í niðurbrotstöflu fyrir þáttakanda

  MH = Mörk heimaliðs (Raunstaða).
  MÚ = Mörk útiliðs (Raunstaða).
  MHÁ = Mörk heimaliðs (Ágiskun).
  MHÚ = Mörk útiliðs (Ágiskun).
  FSMH = Fjöldi stiga fyrir rétt mörk heimaliðs.
  FSMÚ = Fjöldi stiga fyrir rétt mörk útiliðs.
  FSMM = Fjöldi stiga fyrir réttan markamun.
  FSRÚ = Fjöldi stiga fyrir rétt úrslit leiks.
  FSFÚ = Fjöldi stiga fyrir fullkomið gisk.
  FSMS = Fjöldi stiga fyrir réttan markaskorara.
  FSMIN = Fjöldi stiga fyrir rétta markamínútu markaskorara.

  ATH. Aðeins leikir sem hafa klárast og notandi hefur giskað á, birtast í niðurbrotsyfirliti notanda.

  Jöfn stig notenda

  Ef heildarstaða ef jöfn ræður fjöldi stiga fyrir rétt úrslit.
  Ef það er jafnt ræður fjöldi stiga fyrir fullkomin úrslit.
  Ef það er jafnt ræður samanlagður fjöldi stiga fyrir rétt mörk heimaliðs, útiliðs og markamun.
  Ef það er jafnt ræður samanlagður fjöldi stiga fyrir réttan markaskorara og rétta markamínútu.

  Stigagjöf

  Fyrir hverja einkadeild er hægt að stilla hvernig stig reiknast í þeirri deild. Til þess þarftu að kaupa einkadeild með félögum þínum, fara á "deildir" síðuna og smella á takka sem lítur svona út fyrir viðkomandi deild. Einungis stjórnandi deildar getur framkvæmt þessa aðgerð.

  Ef stigakerfi einkadeildar er ekki breytt þá gildir sjálfgefið stigakerfi deildarinnar fyrir hana. Það stigakerfi gildir líka fyrir allar opnar deildir sem síðan stendur fyrir.

  Sjálfgefið stigakerfi sparkspeki.is lítur svona út

  Rétt úrslit leiks : 5 stig
  Rétt markatala heimaliðs : 1 stig
  Rétt markatala útiliðs : 1 stig
  Réttur markamunur : 1 stig
  Fullkomin úrslit : 1 stig
  Réttur markaskorari : 1 stig
  Rétt markamínúta hjá réttum markaskorara : 1 stig

  Aðeins fást stig fyrir markamínútu ef markaskorari er líka réttur. (Makamínúta er með +/- 5 min skekkjumörk).

  Þetta stigakerfi er miðað að því að veita flest stig fyrir rétt úrslit og aukastig fyrir hvert nákvæmnisatriði í giskinu sem er rétt.

 • DeildirOpna eða loka

  Stofna einkadeild

  Á síðunni geta verið opnar deildir og einkadeildir. Allir notendur eru sjálfkrafa skráðir í allar opnar deildir.
  Einkadeildir kosta 2900kr stykkið og er hægt að stofna svoleiðis undir síðunni Deildir. Stofnandi deildar borgar þegar hann stofnar deildina og lætur svo þá sem vilja vera með hafa viðeigandi lykil svo þeir geti skráð sig.
  Ath. öll kortaviðskipti fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor og er ekki farið með nein kortnúmer á þessari síðu.

  Kostir við að kaupa einkadeild
  - Þið getið haft ykkar eigið stigakerfi, eruð ekki háð sjálfgefnu stigakerfi síðunnar sem er á öllum opnum deildum.
  - Notendur í deildinni og stig þeirra miðað við stigakerfi deildarinnar sjást í sér stöðutöflu á "staðan" síðunni.
  - Hægt að setja logo og nánari lýsingu á deildina.
  - Ótakmarkaður fjöldi notanda sem þið getið boðið í deildina

  Ef þú hættir við að kaupa einkadeild fer hún í lista hjá þér á "Deildir" síðunni, þar er hægt að klára viðskiptin seinna eða eyða henni endanlega
  Fjöldi þáttakenda í einkadeild sem búið er að borga er ótakmarkaður.
  Einkadeild gildir aðeins fyrir eitt mót sem er í gangi hverju sinni, ef annað mót kemur á síðuna þarf að kaupa nýja einkadeild fyrir það.
  Vinsamlegast stillið stærð myndar fyrir deild í hóf, skiljið logo svæðið eftir tómt ef þið viljið ekki logo.
  Verðlaun fyrir einkadeildir eru ákveðin ykkar á milli.

  Ganga í einkadeild

  Til að skrá sig í deild þarf að fara á Deildar síðuna og smella á flipann "Ganga í deild", setja þar inn lykilinn og smella á takkann.
  Til að sjá lykil deildar þarftu að vera stjórnandi deildarinnar, þú smellir á lykla takkan (Undir Deildar síðunni og viðeigandi deild í töflunni) og þá poppar upp form með bæði notanda og stjórnanda lykli.
  Notanda lykill er fyrir almenna þáttakendur í deildinni, meðan stjóranda lykill gerir þáttakanda líka að stjórnanda deilarinnar.
  Stig fyrir deildir eru reiknuð eftir hvern leik. Til að læra meira um stigagjöf, sjá stiga flipan hér fyrir ofan.
  Öll gisk sem þú hefur klárað áður en þú gekkst í einkadeild fylgja þér inní einkadeildina. Þau eru þá reiknuð út í samræmi við stigakerfi deildarinnar.

  Opnar deildir

  Opnar deildir eru stofnaðar af stjórnendum síðunnar fyrir ákveðna keppni sem er í gangi hverju sinni. Þær innihalda alla notendur skráða á síðuna.
  Verðlaun fyrir opnar deildir eru ákveðin í samráði við styrktaraðila deildarinnar.

 • Giska á leikiOpna eða loka

  Öllum er frjálst að skrá sig og giska á þá leiki sem eru í boði, þeir eru þá með í opnum deildum sem eru í gangi.

  Einfalt er að giska á leikina, ferð á Giska síðuna og sérð þá alla leiki í öllum keppnum sem hafa verið skráð á síðuna.

  Slærð inn þær markatölur sem þú heldur að komi upp í leiknum og smellir á vista. ATH. Smella verður á vista við alla leikina, líka ef þú ætlar að giska á 0-0.

  Gisk fyrir einstaka leiki lýkur um leið og leikur byrjar, hægt er að giska áfram á aðra leiki sem koma seinna í keppninni.

  Einnig er hægt að giska á markaskorara og markamínútu.

  Til að giska á markaskorara þarftu að smella á bolta takkan, sem lýtur svona út , og þá opnast gluggi þar sem þú getur valið markaskorara fyrir hvert mark sem þú giskaðir á.

  Þú getur einnig giskað á markamínútu fyrir þennan tiltekna markaskorara, skjekkjumörk eru +/- 5 min. Ef einhver annar en sá leikmaður sem þú valdir skorar á þessum tíma leiks þá færðu ekki stig fyrir það

  Ef stöðu leiks er breytt eftir að markaskorarar eru vistaðir þarf að setja þá aftur inn.

  Hægt verður að giska á alla leiki í útsláttarkeppnum, koma þeir inn jafnóðum og ljóst er hvaða lið spila.

  Ef leikur í útsláttarkeppni fer í vítaspyrnukeppni þá gildir eingöngu staða leiksins eftir 120 min.

  Skammstafanir í leikjatöflu

  MH = Mörk heimaliðs (Raunstaða).
  MÚ = Mörk útilis (Raunstaða)
  MHÚ = Mörk heimaliðs (Ágiskun).
  MÚÁ = Mörk útiliðs (Ágiskun).

 • Gæðastimpill sparkspekiOpna eða loka

  Þegar leik lýkur er gisk þitt fyrir leikinn borið saman við úrslit og markaskorara leiksins. Merkt er við hvaða liði þú hafðir rétt, mörk heimaliðs, mörk útiliðs, markamunur, rétt úrslit, fullkomin úrslit og hvað þú hafðir marga markaskorara og markamínútur rétt.

  Fjöldi þessara þátta ræður gæðastimpli gisksins en þeir eru eftirfarndi

  Úrslit eru ekki rétt og ert með 0, 1 eða 2 aukaliði rétta.
  Úrslit eru ekki rétt og ert með 3 eða fleiri aukaliði rétta.
  Úrslit rétt og ert með 0, 1 eða 2 aukaliði rétta.
  Úrslit eru rétt og ert með 3 eða fleiri aukaliði rétta.
  Fullkomin úrslit og ert með 0, 1 eða 2 markaskorara og markamin rétt.
  Fullkomin úrslit og ert með 3 eða 4 markaskorara og markamin rétt.
  Ofurgisk! Fullkomin úrslit og ert með 5 eða fleiri markaskorara og markamin rétt.

  Ofurgisk nætst ekki nema fyrir leiki þar sem mikið er skorað af mörkum. Átt sennilega tímavél ef þú nærð einu svona.

  Gæðastimplar eru einnig settir á notendur sem hafa giskað á 10 leiki eða fleiri. Því fleiri leikir sem notandi giskar á rétt því hærri gæðastimpill.
  Þessi formúla er notuð við að reikna gæðastimpil notanda.

  wonGames = (# + # + (#*2) + (#*3) + (#*4))
  lostGames = (# + #)
  totalGames = wonGames + lostGames
  winningRatio = (wonGames/totalGames) * 10

  Niðurstaðan úr þessari formúlu er svo notuð til að meta hvaða stimpil þú færð

  0 = engin stimpill : Þarft að giska á minnst 10 leiki til að gæðastimpill sé reiknaður út fyrir þig.
  1 = : Slappur
  2 = : Ekkert sérstakt
  3 = : Betra en ekkert
  4 = : Allt að koma
  5 = : Flottur
  6 = : Helvíti flottur
  7 = : Harður
  8 = : Ljón harður
  9 = : Meistari
  10 = : Gisk guð