Upplýsingar

Hvað er sparkspeki

Velkominn á sparkspeki.is !
Sparkspeki er kerfi sem gerir notendum kleyft að tippa á leiki í fótbolta og fá stig reiknuð útfrá þeim markatölum sem þeir slógu inn.
Kerfið verið mörg ár í þróun og kemur reglulega út fyrir stórmót í knattspyrnu.

Í sumar er Heimsmeistaramótið í knattspyrnu og á sparkspeki getur þú tippað á alla leikina á HM, verið með í Opinni HM deild og unnið til veglegra verðlauna

Eina sem þú þarf að gera er að nýská þig.

Leikir

Öllum er frjálst að skrá sig og giska á þá leiki sem eru í boði, þeir eru þá með í opnum deildum sem eru í gangi.

Einfalt er að giska á leikina, ferð á Giska síðuna og sérð þá alla leiki í öllum keppnum sem hafa verið skráð á síðuna.

Slærð inn þær markatölur sem þú heldur að komi upp í leiknum og smellir á vista. ATH. Smella verður á vista við alla leikina, líka ef þú ætlar að giska á 0-0.

Gisk fyrir einstaka leiki lýkur um leið og leikur byrjar, hægt er að giska áfram á aðra leiki sem koma seinna í keppninni.

Hægt verður að giska á alla leiki í útsláttarkeppnum, koma þeir inn jafnóðum og ljóst er hvaða lið spila.

Ef útsláttarleikur fer í vítakeppni þá er staða leiksins eftir vítakeppni birt sem lokastaða.
ATH að þetta getur vel verið langt frá eðlilegri lokastöðu leiks t.d. 10-9.

Deildir

Á sparkspeki.is eru opnar deildir og einkadeildir.

Opnar deildir
Allir notendur eru sjálfkrafa skráðir í allar opnar deildir.
Opnar deildir hafa hið klassíska stigakerfi sparkspeki.is.
  • Fjöldi stiga fyrir rétta markatölu, hvort sem er hjá heimaliði eða útiliði : 1
  • Fjöldi stiga fyrir réttan markamun : 1
  • Fjöldi stiga fyrir rétt úrslit : 5
  • Fjöldi stiga fyrir fullkomin úrslit : 1
  • t.d. ef Siggi giskar á Ísland - Argentína 2-0 en leikurinn fer 1-0 þá fær hann 6 stig, 5 stig fyrir rétt úrslit og eitt stig fyrir rétta markatölu útiliðs.
Einkadeildir
Einkadeildir getur þú stofnað með þínu einin stigakerfi, sent boðslykla í deildina á þína vini eða vinnufélaga og þið keppt ykkar á milli í giski.
Einkadeildir kosta einungis 4500 kr stykkið sem er vægur kostnaður ef hann deilist niður á marga notendur í deildinni.
Ath. öll kortaviðskipti fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor og er ekki farið með nein kortnúmer á þessari síðu.

Fjöldi þáttakenda í einkadeild sem búið er að borga er 10.
Hægt er að stækka deildina, en þá kosta hver 10 sæti 500 kr.
Einkadeild gildir aðeins fyrir eitt mót sem er í gangi hverju sinni, ef annað mót kemur á síðuna þarf að kaupa nýja einkadeild fyrir það.
Vinsamlegast stillið stærð myndar fyrir deild í hóf, skiljið logo svæðið eftir tómt ef þið viljið ekki logo.
Verðlaun fyrir einkadeildir eru ákveðin ykkar á milli.

Ganga í einkadeild

Til að skrá sig í deild þarf að fara á Deildar síðuna og smella á takkan "Ganga í deild", setja þar inn lykilinn og smella á takkann.
Til að sjá lykil deildar þarftu að vera stjórnandi deildarinnar, smella á "Nánar um deild" takkann og þá sérðu baæði notanda lykil og stjórnanda lykil
Notanda lykill er fyrir almenna þáttakendur í deildinni, meðan stjóranda lykill gerir þáttakanda líka að stjórnanda deilarinnar.
Stig fyrir deildir eru reiknuð fljótlega eftir að leikjum lýkur.
Öll gisk fyrir leiki sem hafa klárast áður en þú gekkst í einkadeild fylgja þér ekki inní einkadeildina Eingöngu gisk fyrir ókláraða leiki koma fyrir í stöðutöflu deildarinnar.

Skammstafanir

MH = Heildarstig fyrir rétta markatölu heimaliðs.
MÚ = Heildarstig fyrir rétta markatölu útiliðs.
MM = Heildarstig fyrir réttan markamun.
RÚ = Heildarstig fyrir rétt úrslit.
FÚ = Heildarstig fyrir fullkomin úrslit.
HS = Samanlögð heildarstig
LS = Lokastaða leiks
Á = Ágiskun notanda
MHÁ = Mörk heimaliðs, ágiskun notanda
MHÚ = Mörk heimaliðs, ágiskun notanda
AD = Aðgerðir

Höfundarréttur © 2019 sparkspeki.is. Öll réttindi áskilin Skilmálar - Netfang : sparkspeki@gmail.com